Joni Mitchell fylgir Young burt af Spotify

Joni Mitchell.
Joni Mitchell. AFP

Kanadíska þjóðlagasöngnan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af streymisveitunni Spotify vegna hlaðvarps­stjórn­and­ans Joes Rog­ans.

Fetar hún þar með í fótspor landa síns Neil Young sem óskaði eftir því sama fyrr í vikunni. 

Hún birti á vefsíðu sinni bréf frá lælknum og vísindamönnum sem hvetja Spotify til að setja reglur er varða ranga upplýsingagjöf.

Young sakaði Rog­an um að veita rang­ar upp­lýs­ing­ar um Covid og sagði í fram­hald­inu við Spotify: „Þeir geta fengið Rog­an eða Young. Ekki báða.“

Rog­an hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að taka viðtal við sér­fræðing í smit­sjúk­dóm­um sem er and­víg­ur bólu­efn­um gegn Covid-19 fyr­ir börn.

Spotify er sagt hafa greitt 100 millj­ón­ir doll­ara, eða um 13 millj­arða króna, fyr­ir rétt­inn á þætt­in­um The Joe Rog­an Experience árið 2020. Þátt­ur­inn er sá vin­sæl­asti á Spotify og er sagður halaður niður næst­um 200 millj­ón sinn­um á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach