Hafa áhyggjur af röngum upplýsingum á Spotify

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja.
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja. AFP

Harry Bretaprins og Meghan Markle hertogaynja af Sussex hafa tjáð streymisveitunni Spotify af áhyggjum sínum af röngum upplýsingum um kórónuveiruna á veitunni.

Áhyggjur Harry og Meghan koma í kjölfar þess að listafólkið Neil Young og Joni Mitchell hafa látið fjarlægja tónlist sína af Spotify vegna hlaðvarps­stjórn­and­ans Joes Rog­ans, sem þau telja veita rangar upplýsingar um veiruna.

The Guardian greinir frá því að Harry og Meghan hafa skrifað undir samning við Spotify um að framleiða hlaðvarp fyrir veituna. 

Í yfirlýsingu frá hjónunum segir að þau muni ekki hætta vinnu sinni með streymisveitunni.

„Við lýsum áfram yfir áhyggjum okkar til að sjá til þess að Spotify komi á breytingum til þess að aðstoða við að takast á við heimsfaraldurinn. Við vonum að Spotify taki við áskoruninni og erum staðráðin í að halda vinnu okkar áfram,“ sagði í yfirlýsingu frá Harry og Meghan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson