Fái ekki að koma nema fullbólusettur

Kanye West þarf að vera fullbólusettur til þess að mega …
Kanye West þarf að vera fullbólusettur til þess að mega koma fram í Ástralíu. AFP

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að fjöllistamaðurinn Kanye West fái ekki að koma til Ástralíu til að halda tónleika nema hann sýni vottorð um að hann sé fullbólusettur. Fjölmiðlar hafa greint frá fyrirhuguðum tónleikum Wests í Ástralíu í mars.

Landamæraeftirlit í Ástralíu er strangt og þurfa öll sem koma til landsins að sýna fram á gild bólusetningarvottorð. Stjórnvöld veita engar undanþágur eins og kom bersýnilega í ljós þegar tennisstjörnunni Novak Djokovic var vísað úr landi eftir að hann gat ekki sýnt fram á að vera fullbólusettur. 

„Reglurnar kveða á um að fólk þurfi að vera fullbólusett. Þessar reglur eiga við alla, eins og fólk hefur tekið eftir nýverið. Það skiptir ekki máli hver þú ert, þetta eru reglurnar. Ef þú fylgir reglunum, þá máttu koma. Ef þú fylgir ekki reglunum, þá máttu ekki koma,“ sagði Morrison á fréttamannafundi um helgina. 

Ekki er vitað hver bólusetningarstaða West er og hafa umboðsmenn hans ekki tjáð sig um það, né fyrirhugaða tónleika í Ástralíu. 

Í viðtali á samfélagsmiðli á síðasta ári sagðist hann hafa fengið einn skammt af bóluefni. Árið áður kallaði hann bólusetningar „merki skepnunnar“ í viðtali við Forbes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal