Turtildúfurnar Travis Barker, trommuleikari, og raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian eru yfir sig ástfangin hvort af öðru. Um liðna helgi birti Barker sjóðandiheita kossamynd af sér og unnustu sinni á Instagram og lýsti opinberlega yfir því að hann myndi deyja fyrir hana.
„Ég myndi deyja fyrir þig,“ skrifaði hann við myndina. Ekki leið á löngu þar til Kardashian sýndi viðbrögð við myndafærslunni og skrifaði athugasemd. „Þú, það er ég sem myndi deyja fyrir þig,“ sagði hún og ástin leynir sér ekki. Fréttamiðillinn PageSix greindi frá.
Parið hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Þrálátar sögusagnir hafa verið á kreiki um yfirvofandi brúðkaup og barneignir parsins en þau trúlofuðu sig í október á síðasta ári. Hafa þau sjálf lýst sér sem sálufélögum og að þeim sé ætlað að fara saman í gegnum þetta líf.