Rogan heitir því að gera betur

Joe Rogan heitir því að gera betur.
Joe Rogan heitir því að gera betur. AFP

Hlaðvarpsstjórnandinn umdeildi Joe Rogan hefur heitið því að reyna að gera betur þegar kemur að umfjöllun um kórónuveirufaraldurinn í hlaðvarpi sínu The Joe Rogan Experience. Rogan hefur verið harðlega gagnrýndur af tónlistarfólkinu Neil Young og Joni Mitchell en þau fóru fram á það við Spotify að tónlist þeirra yrði fjarlægð af streymisveitunni. 

Young fór í hart í síðustu viku þegar hann gagnrýndi Rogan fyrir að deila misvísandi upplýsingum um kórónuveiruna. Hann lét fjarlægja tónlist sína og Mitchell fylgdi í kjölfarið. 

Spotify gaf út tilkynningu um helgina og sagði að verið væri að vinna að því að bæta aðgengi að upplýsingum um heimsfaraldurinn og viðvörunarmerkingum við þætti sem fjalla um faraldurinn. 

Í um 10 mínútna löngu viðtali á Instagram í dag bað Rogan Spotify afsökunar og sagðist ætla að leggja harðar að sér að finna fólk með mismunandi skoðanir. Að meðaltali hlusta um 11 milljónir á hvern þátt Rogans. 

Hann neitaði því að deila misvísandi upplýsingum í hlaðvarpinu sínu og sagðist ekki gera annað í hlaðvarpinu sínu en að tala við fólk. 

„Ég er ekki reiður við Neil Young, ég er mikill Neil Young aðdáandi,“ sagði Rogan og lofaði Mitchell einnig. 

View this post on Instagram

A post shared by Joe Rogan (@joerogan)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup