Ungfrú Bandaríkin 2019 látin aðeins 30 ára

Cheslie Kryst er látin þrítug að aldri.
Cheslie Kryst er látin þrítug að aldri. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottingin Cheslie Kryst er látin 30 ára að aldri. Kryst var krýnd titlinum Ungfrú Bandaríkin árið 2019. 

Fjölskylda hennar greindi frá andláti hennar. Hún lést eftir að hafa fallið til jarðar úr sextíu hæða húsi á 42. stræti í New York borg í Bandaríkjunum á sunnudag um klukkan korter yfir sjö að staðar tíma. 

Kryst bjó á 9. hæð hússins en sást síðast á svölunum á 29. hæð samkvæmt New York Post

Kryst var lögmaður. Hún var krýnd ungfrú Norður Karólína í heimaríki sínu og keppti í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin í maí 2019. Hún keppt seinna í Miss Universe fyrir hönd Bandaríkjanna og komst í eitt af tíu efstu sætunum. 

Hún hóf störf hjá sjónvarpsstöðinni Extra eftir að hún lagði krúnuna á hilluna og var tvisvar tilnefnd til Emmy-verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal