Víkka þarf sjóndeildarhringinn

„Ég held að þetta sé alltaf spurningin um að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi og sérfræðingur við Leikminjasafnið sem á námsárum sínum í Edinborg skrapp reglulega til London að sjá spennandi leiksýningar, hefur ítrekað hvatt leikhúsáhugafólk hérlendis til að fara í Bíó Paradís til að horfa á upptökur National Theatre Live á breskum leiksýningum og fer reglulega út til að skoða leiksýningar erlendis.

„Ég held að þetta sé alltaf spurning um að vera ekki með lokaðar hugmyndir um hvernig leikhús á að vera. Í starfi mínu bæði á Leikminjasafninu og sem leikhúsgagnrýnandi þá er mjög þýðingarmikið að fara ekki inn með fordóma eða lokaðan huga.

Á landi eins og Íslandi þar sem gestasýningar eru fáar og það er langt á milli landa þá er það bara nauðsynlegt og eiginlega skylda, sérstaklega fyrir fólk sem er og starfar í sviðslistum, að fara út með reglulegu millibili til að sjá hvað er í gangi. Það er svo mikilvægt fyrir alla listræna sköpun,“ segir Sigríður og leggur áherslu á mikilvægi þess að láta koma sér á óvart í leikhúsinu.

Mikilvægt að greina hlutina

„Fyrir einskæra tilviljun fór ég í alþjóðlegan framhaldsskóla í Hong Kong sem er hluti af United World Colleges. Það fyrsta sem ég skráði mig í var enska á hæsta stigi, bókmenntir og leiklist, en ég ætlaði samt að bjarga heiminum. Ég var með leiklistarkennara frá Nýja Sjálandi sem lagði mikið upp úr því að fara með okkur á sýningar,“ segir Sigríður og rifjar upp að hún hafi fengið sá fjölda klassískra kínverskra sýninga en líka haft tækifæri á að fara á alþjóðlega sviðslistahátíð í Hong Kong.

„Þar sá ég danshöfundinn Akram Khan, leikarann Robert Lepage og Marcel Marceau aðeins örfáum árum áður en hann dó. Ég sá hræðilegustu uppfærslu á verki eftir Shakespeare sem ég hef nokkurn tímann séð, en ég hugsa ennþá um hana af mikilli ástúð,“ segir Sigríður og tekur fram að það sé ákveðin kúnst að greina sýningar þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis.

„Það er ekki nóg að segja að eitthvað sé slæmt heldur þarf að greina hlutina svo hægt sé að tala um þá. Sumar af mínum áhugaverðustu samræðum um sviðlistir er við fólk sem er mér ósammála bæði um fræðilega nálgun og upplifun af sýningum. Því maður getur lært svo mikið af manneskjunni sem er að tala við, því hún hefur allt annan bakgrunn, nálgun, sýn og rökstuðning,“ segir Sigríður og tekur fram að íslenskir leikhúsgestir mættu almennt verða tilbúnari til að láta ögra sér og koma á óvart.

Viðtalið við Sigríði Jónsdóttur má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal