Giftingarhringurinn hvarf á hestamannamóti

Evan Ross og Ashlee Simpson.
Evan Ross og Ashlee Simpson. mbl.is/AFP

Bandaríska söngkonan Ashlee Simpson komst í hann krappan um liðna helgi þegar hún varð þess vör að giftingarhringurinn var horfinn af fingri hennar. 

Ashlee Simpson var stödd í eftirpartíi eftir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum við Gulfstream reiðhöllina í Flórída þegar óhappið átti sér stað. Simpson var ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Evan Ross, viðstödd keppnina en að henni lokinni fóru hjónin á skemmtistað sem staðsettur er við keppnissvæðið og stigu þar nokkur dansspor.

Allt í einu áttaði Simpson sig á því að hring hennar vantaði og um leið greip um sig mikil skelfing að sögn viðstaddra.

„Þau voru að dansa á VIP-svæðinu fyrir framan sviðið þegar Ashlee byrjaði að öskra,“ sagði heimildarmaður vefmiðilsins Page Six. „Hún var í miklu uppnámi og var gráti næst. Hún öskaraði: Hringurinn minn! Hann hefur bara runnið af!“ er haft eftir heimildarmanninum.

Hjónin leituðu um allt ásamt vinahópnum sem var með í för. „Þau leituðu um allt svæðið með iPhone vasaljósum.“

Leituðu um allt

Gullhringur Simpsons hefur sérstakt útlit en fljótt á litið hefur hann frekar gamaldags yfirbragð. Demantar og rúbínsteinar gera hann einstakan en talið er að hann skarti um 140 litlum demöntum. Það er því skiljanlegt að Simpson hafi orðið skelfingu lostin því hringurinn hefur kostað fúlgur fjár.

Til allrar mildi fannst hringurinn loks eftir klukkustundar langa leit. „Evan leitaði út um allt í runnum og mold og allt og þar fannst hringurinn. Þegar hann fann hringinn fór hann aftur á hnén eins og hann væri að bera upp bónorðið aftur,“ sagði heimildarmaðurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal