Bandaríska spjallþáttastjarnan Hoda Kotb og unnusti hennar Joel Schiffman eru hætt saman eftir átta ára samband og tveggja ára trúlofun. Kotb greindi frá sambandsslitunum í eigin spjallþætti á mánudaginn.
Hin 57 ára gamla Kotb sagði að áhorfendur hefðu tekið eftir því að hún væri hætt að ganga með trúlofunarhringinn sinn. Því næst greindi hún frá ástæðunni en hún sagði að þau Schiffman hafðu talað saman um hátíðarnar og komist að þeirri niðurstöðu að þau væru „betri sem vinir og foreldrar en sem trúlofað par“. Parið fyrrverandi á tvær dætur sem eru tveggja og fjögurra ára.
„Það er ekki eins og eitthvað hafi komið fyrir,“ sagði Kotb og sagði að þeirra samband hafi ekki átt að vara að eilífu. Stjarnan sagðist vera þakklát fyrir góðu stundirnar sem hún átti með fyrrverandi unnusta sínum.
Hoda says her engagement has been called off. “We decided we are better as friends and parents than we are as an engaged couple,” she says. pic.twitter.com/zOJrvhE6wZ
— TODAY with Hoda & Jenna (@HodaAndJenna) January 31, 2022