Moses J. Moseley látinn 31 árs að aldri

Moses J. Moseley er látinn 31 árs að aldri.
Moses J. Moseley er látinn 31 árs að aldri. Ljósmynd/Twitter

Bandarískari leikarinn Moses J. Moseley er látinn. Moseley fannst látinn í Stockbridge í Georgíu ríki í Bandaríkjunum á miðvikudag í síðustu viku. Hann var 31 árs að aldri. 

Moseley var hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum The Walking Dead en hafði einnig leikið sem gestaleikari í fjölda sjónvarpsþátta.

Lögregla í Stockbridge rannsakar nú andlát hans en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. 

Umboðsmaður Moseley staðfesti andlát hans við People í vikunni. „Hann var elskaður af öllum sem hittu hann. Hann var svo bjart ljós í allra augum. Moses var mögnuð manneskja og ef þú hafðir tækifæri til að kynnast honum þá hefði hann gert daginn þinn frábæran,“ sagði í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach