Moses J. Moseley látinn 31 árs að aldri

Moses J. Moseley er látinn 31 árs að aldri.
Moses J. Moseley er látinn 31 árs að aldri. Ljósmynd/Twitter

Bandarískari leikarinn Moses J. Moseley er látinn. Moseley fannst látinn í Stockbridge í Georgíu ríki í Bandaríkjunum á miðvikudag í síðustu viku. Hann var 31 árs að aldri. 

Moseley var hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum The Walking Dead en hafði einnig leikið sem gestaleikari í fjölda sjónvarpsþátta.

Lögregla í Stockbridge rannsakar nú andlát hans en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. 

Umboðsmaður Moseley staðfesti andlát hans við People í vikunni. „Hann var elskaður af öllum sem hittu hann. Hann var svo bjart ljós í allra augum. Moses var mögnuð manneskja og ef þú hafðir tækifæri til að kynnast honum þá hefði hann gert daginn þinn frábæran,“ sagði í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup