Gleðigjafarnir Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra sannkallaðri fjölskylduskemmtun hér á mbl.is þegar þau færa landsmönnum rjúkandi heitar bingótölur beint heim í stofu í beinni útsendingu. Frábærir vinningar fyrir heppna bingóspilara þar sem allir sem fá BINGÓ fá vinning.
Þekktir íslenskir tónlistarmenn verða sérstakir gestir í bingóþáttunum og flytja ósvikin tónlistaratriði sem hægt er að dilla sér við á milli bingóraða. Gestur kvöldsins er söngkonan og skemmtikrafturinn Þórunn Antonía.
Taktu þátt í fjörinu!
Leikreglur, bingóspjöld og útsendinguna má nálgast með því að smella hér.
Bein útsending hefst núna klukkan 19:00 og hægt er að fylgjast með henni hér og á rás 9 hjá sjónvarpi Símans.