Dóttirin varð vitni að heimilisofbeldinu

Mel B segir að kryddpíurnar fimm munu koma saman í …
Mel B segir að kryddpíurnar fimm munu koma saman í september. AFP

Dóttir söngkonunnar Mel B, Phoenix varð vitni að því þegar fyrrverandi eiginmaður móður hennar, Stephan Belafonte, beitti hana heimilisofbeldi. Hún minnist þess að hafa frosið þegar hún varð vitni að því og vitað að það væri ekkert sem hún gæti gert. 

Fyrrverandi Kryddpían Mel B er verndari samtakanna Womens's Aid og opnaði sig um það ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi Belafonte. Þau voru gift í tíu ár en hún skildi við hann árið 2017. Hún segir hann hafa beitt hana grófu líkamlegu ofbeldi en hann hefur staðfastlega neitað ásökununum.

Bresku grasrótarsamtökin Women's Aid fóru nýverið af stað með herferð til þess að vekja athygli á heimilisofbeldi en samtökin veita fólki sem hefur lifað við heimilisofbeldi aðstoð og vinna að því að útrýma ofbeldi.

Dóttir Mel B vinnur einnig með samtökunum og fer nú í skóla í Bretlandi til að kenna krökkum um samþykki og að setja mörk. Í viðtali vð The Sun lýsti hún því hvernig hún varð vitni að ofbeldi á heimilinu. 

Mel B hefur sakað fyrrverandi eiginmanns inn um heimilisofbeldi.
Mel B hefur sakað fyrrverandi eiginmanns inn um heimilisofbeldi. Ljósmynd/Women's Aid

„Ég laumaðist út úr herberginu mínu og fylgdist með í gegnum rifu í stiganum til að athuga hvort það væri í lagi með mömmu. Ég fór aftur í herbergið mitt í kjallaranum. Nokkrum mínútum seinna heyrði ég öskur og læti. Hún sagði honum að hætta og fara af sér. Síðan heyrði ég nokkra dynki. Ég fór aftur upp og sá Stephen með buxurnar á hælunum og mömmu liggjandi yfir sófann. Ég fraus en ég vissi að það var ekkert sem ég gat gert,“ sagði hin 22 ára gamla Phoenix. 

Mel B hefur glímt við alvarlega áfallastreitu eftir hjónabandið. Hún segist ekki eiga neina skýra minningu af því atviki sem dóttir hennar lýsir en að það hafi gengið frá henni að vita til þess að dóttir hennar hafi séð það sem hún sá. 

Mel B og Belafonte gengu í hjónaband í leyni árið 2007. Þau eiga eina dóttur saman, Madison Brown Belafonte sem er tíu ára. Fyrir átti Mel B tvö börn, Phoenix með Jimmy Gulzar og Angel Iris Murphy Brown með leikaranum Eddie Murphy. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal