Fjórir ákærðir í tengslum við andlát Williams

Michael K. Williams lést í september á síðasta ári eftir …
Michael K. Williams lést í september á síðasta ári eftir ofneyslu fíkniefna. AFP

Lögregla í New York ríki og Púertó Ríkó hefur ákært fjóra karlmenn grunaða um að hafa selt leikaranum Michael K. Williams fíkniefni. Williams lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum í september 2021 og fannst látinn á heimili sínu í Brooklyn. BBC greinir frá.

Mennirnir fjórir eru sakaðir um samsæri tengt fíkniefnunum. Lögregla segir að þeir hafi selt fíkniefni sem blönduð voru með lyfinu fentanyl. Ópíóðalyfið fent­anyl er fimm­tíu sinn­um sterk­ara en oxycondo­ne og meðal ann­ars gefið krabba­meins­veik­um. 

Réttarlæknir hefur úrskurðað að andlát WIlliams hafi verið slys.

Hinir ákærðu eru Hector Robles, Luis Cruz og Carlos Macci, en þeir voru allir handteknir á þriðjudag og búist er við því að þeir muni koma fyrir dómara á miðvikudag í næstu viku. Þá var Irvin Cartagena handekinn á þriðjudag í Púertó Ríkó og er búist við því að hann komi fyrir dómara á fimmtudag. 

„Þetta er lýðheilsukrísa sem varðar almenning. Og henni verður að ljúka. Banvæn ópíóðalyf eins og fentanyl og heróin fara ekki manngreinar álit, þeim er sama hverju þú hefur áorkað. Þau skapa bara fíkn og leiða til hörmunga,“ sagpu Damian Williams alríkissaksóknari í tilkynningu í kjölfar ákæranna.

Rannsóknarlögregla hefur undir höndum upptöku úr öryggismyndavél þar sem mennirnir virðast vera að selja Williams fíkniefni, daginn áður en hann lést. Þeir eru sakaðir um að hafa haldið áfram að selja fíkniefni á Manhattan og í Brooklyn, eftir að þeir vissu að fíkniefnin hefðu orðið Williams að bana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup