Lofar að nota hjálm næst

Simon Cowell ætlar að nota hjálm á hjólinu hér eftir.
Simon Cowell ætlar að nota hjálm á hjólinu hér eftir. AFP

Breska sjónvarpsstjarnan Simon Cowell hefur lofað að nota hjálm næst þegar hann stígur á rafhjól. Cowell lenti í slysi á dögunum og handleggsbrotnaði en var það í annað sinn sem hann slasar sig á rafhjóli. 

„Ég er smávegis klikkhaus. Ég mun klárlega vera með hjálm næst,“ sagði Cowell í viðtali við Daily Mail í gær. 

Idol dómarinn fyrrverandi sást á götum Lundúna í vikunni ásamt unnustu sinni Lauren Silverman. Vakti það athygli að hann gekk um með gult gifs á öðrum handleggnum. „Mér líður miklu betur núna, takk fyrir. Þetta gerðist bara hérna rétt hjá,“ sagði Cowell sem var lagður inn á spítala á fimmtudag í síðustu viku eftir slysið. 

Cowell lenti í mun alvarlegra slysti í ágúst árið 2020 og braut á sér bakið á þremur stöðum. Þá hafði hann verið úti að leika sér á rafhjólinu sínu í Malibu. Þurfti hann að fara í sex tíma aðgerð á baki í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal