Gerpi í sundi martraðar

Ógnvekjandi djöfull í hryllingshúsi sirkusins í Nightmare Alley. Stanton Carlisle, …
Ógnvekjandi djöfull í hryllingshúsi sirkusins í Nightmare Alley. Stanton Carlisle, aðalpersóna myndarinnar, virðir skrattann fyrir sér.

„Sum­ir kvik­mynda­gerðar­menn hafa út­litið á hreinu en ná aldrei að gera neitt af viti með sög­una og aðrir eru kannski góðir sögu­menn en fá ekki pen­ing­ana eða sam­starfs­fólkið til að geta unnið út­litið eins og það á að vera en þetta er maður sem er með allt á hreinu,“ seg­ir Guillermo del Toro-aðdá­and­inn Markús Már Efraím sem er gest­ur kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ. Í þætt­in­um er tek­in fyr­ir nýj­asta mynd del Toro, Nig­ht­mare Alley.  

Guillermo del Toro ávarpar gesti fyrir frumsýningu Nightmare Alley í …
Guillermo del Toro ávarp­ar gesti fyr­ir frum­sýn­ingu Nig­ht­mare Alley í Hollywood 15. des­em­ber í fyrra. AFP

Markús seg­ist hafa á til­finn­ing­unni að del Toro sé að færa sig í aðra átt með nýj­ustu mynd sinni og þeirri síðustu, The Shape of Water, meira í átt­ina að róm­an­tík. Hann er al­mennt  ánægður með Nig­ht­mare Alley þó svo hann hefði gjarn­an viljað dvelja leng­ur í sirk­usn­um sem kem­ur við sögu fram­an af mynd. 

Markús seg­ist hafa verið spennt­ur þegar hann frétti af því að del Toro væri að fara að gera kvik­mynd sem gerðist í sirk­us með öll­um sín­um furðufyr­ir­bær­um en út­kom­an sé hins veg­ar mun meira í anda  rökk­ur­mynda, spennu og drama­tík­ur. „Fyr­ir vikið varð ég kannski per­sónu­lega fyr­ir pínu von­brigðum,“ seg­ir Markús en engu að síður sé mynd­in góð. 

Markús Már Efraím.
Markús Már Efraím. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Markús og um­sjón­ar­menn þátt­ar­ins voru sam­mála því að mynd­in ætti skilið fjór­ar stjörn­ur af fimm mögu­leg­um, þó ekki væri hún galla­laus. Í mynd­inni seg­ir af Stant­on nokkr­um Carlisle, sem leik­inn er af Bra­dley Cooper, sem ger­ist starfsmaður í sirk­us und­ir lok fjórða ára­tug­ar síðustu ald­ar og lær­ir blekk­ingalist sjá­and­ans. Ýmsar for­vitni­leg­ar per­són­ur og ver­ur koma við sögu, gerpi nokk­urt sem sirk­us­stjóri fann í Martraðar­sundi og vafa­samt tál­kvendi.

Hlaðvarpið má finna hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell