Gerpi í sundi martraðar

Ógnvekjandi djöfull í hryllingshúsi sirkusins í Nightmare Alley. Stanton Carlisle, …
Ógnvekjandi djöfull í hryllingshúsi sirkusins í Nightmare Alley. Stanton Carlisle, aðalpersóna myndarinnar, virðir skrattann fyrir sér.

„Sumir kvikmyndagerðarmenn hafa útlitið á hreinu en ná aldrei að gera neitt af viti með söguna og aðrir eru kannski góðir sögumenn en fá ekki peningana eða samstarfsfólkið til að geta unnið útlitið eins og það á að vera en þetta er maður sem er með allt á hreinu,“ segir Guillermo del Toro-aðdáandinn Markús Már Efraím sem er gestur kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ. Í þættinum er tekin fyrir nýjasta mynd del Toro, Nightmare Alley.  

Guillermo del Toro ávarpar gesti fyrir frumsýningu Nightmare Alley í …
Guillermo del Toro ávarpar gesti fyrir frumsýningu Nightmare Alley í Hollywood 15. desember í fyrra. AFP

Markús segist hafa á tilfinningunni að del Toro sé að færa sig í aðra átt með nýjustu mynd sinni og þeirri síðustu, The Shape of Water, meira í áttina að rómantík. Hann er almennt  ánægður með Nightmare Alley þó svo hann hefði gjarnan viljað dvelja lengur í sirkusnum sem kemur við sögu framan af mynd. 

Markús segist hafa verið spenntur þegar hann frétti af því að del Toro væri að fara að gera kvikmynd sem gerðist í sirkus með öllum sínum furðufyrirbærum en útkoman sé hins vegar mun meira í anda  rökkurmynda, spennu og dramatíkur. „Fyrir vikið varð ég kannski persónulega fyrir pínu vonbrigðum,“ segir Markús en engu að síður sé myndin góð. 

Markús Már Efraím.
Markús Már Efraím. mbl.is/Arnþór Birkisson

Markús og umsjónarmenn þáttarins voru sammála því að myndin ætti skilið fjórar stjörnur af fimm mögulegum, þó ekki væri hún gallalaus. Í myndinni segir af Stanton nokkrum Carlisle, sem leikinn er af Bradley Cooper, sem gerist starfsmaður í sirkus undir lok fjórða áratugar síðustu aldar og lærir blekkingalist sjáandans. Ýmsar forvitnilegar persónur og verur koma við sögu, gerpi nokkurt sem sirkusstjóri fann í Martraðarsundi og vafasamt tálkvendi.

Hlaðvarpið má finna hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir