Hollywoodstjarnan Seth Rogen skammast sín fyrir móður sína sem opnaði sig um kynlífið sitt á Twitter í vikunni. Rogen hefur áður þurft að biðja móður sína um að hætta að tala um kynlíf opinberlega.
Sandy Rogen sagði að fólk þyrfti að fá merki eftir að það stundar kynlíf líkt og það fær fyrir að gefa blóð. „Það ætti að vera til eitt sem segir: „Ég stundaði frábært kynlíf í dag“,“ tísti Rogen. Gamanleikarinn deildi tísti móður sinnar og bað um að Twitter væri eytt.
„Eiginmaðurinn er með flensu. Eiginmaðurinn segir að kossar í kynlífi beri ekki með sér bakteríur,“ tísti frú Rogen árið 2019. Þá var leikarinn varaður við að kíkja á Twitter-síðu móður sinnar.
Þetta var reyndar alls ekki í fyrsta skipti sem frú Rogen tjáði sig um kynlíf á Twitter. „Að sofna eftir kynlíf er eins og shavasana eftir jóga,“ sagði móðir leikarans fyrir nokkrum árum við litla ánægju sonar síns.
Burn this app to the ground. https://t.co/N6B43HQAHY
— Seth Rogen (@Sethrogen) February 4, 2022