Þvertekur fyrir að eiga nýjan kærasta

Khloe Kardashian.
Khloe Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian er ekki komin með kærasta, að minnsta kosti heitir kærastinn ekki Harry Jowsey. Kardashian neitaði því að hún væri að hitta Jowsey sem er frægur fyrir þáttöku sína í stefnumótaþáttunum To Hot to Handle. 

Kardashian hefur greinilega fengið sig fullsadda af grósögum og neitaði orðróminum sjálf á Instagram. „Alls ekki satt,“ skrifaði stjarnan. Kardashian og Jowsey voru sögð vera að senda hvort öðru skilaboð á fullu auk þess sem Jowsey á að hafa farið með blóm til stjörnunnar. Kardashian fékk mikið lof fyrir að segja þagga niður slúðrinu sjálf. 

Mikið hefur gengið á í lífi Kardashian að undanförnu en hún hætti með barnsföður sínum Tristan Thompson í vor. Nýlega kom í ljós að Thompson hefði haldið fram hjá Kardashian og eignaðist ástkona hans barn í lok síðasta árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney