Yfir hundrað fyrrverandi starfsmenn Playboy hafa stigið fram til varnar Hugh Hefners heitins. Í opnu bréfi segja starfmennirnir Hefner hafa verið frábæran mann og góðan. Tilefnið eru heimildaþættirnir Secrets of Playboy en í henni hafa fyrrverandi starfsmenn Playboy stigið fram og lýst ósæmilegri hegðun Hefners. People greinir frá.
„Við skrifum nöfn okkar hér til þess að styðja Hugh M. Hefner,“ segir opna bréfinu sem allt frá fyrrverandi Playboy kanínum til fyrrverandi kærustum Hefners skrifuðu undir. „Við þekkjum hann aðeins af hans magnaða persónuleika, ótrúlegu góðmennsku og tjáningarfrelsi. Umfram allt lagði hann sig fram við að vera heiðarlegur í lífinu.“
Starfsmennirnir fordæmdu heimildaþættina sem sjónvarpsstöðin A&E framleiðir. Í þáttunum hefur meðal annars fyrrverandi Playboy stúlkan Holly Madison stigið fram og lýst lífinu á Playboy setrinu. „Við þurftum að vera komnar heim fyrir níu á kvöldin, maður var hvattur til að fá vini sína ekki í heimsókn. Við máttum ekki fara nema það væri eitthvað eins og frí með fjölskyldunni,“ sagði Madison. Fleiri konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Hefner lét þær gera kynferðislega hluti sem þær vildu ekki gera.
Sjónvarpstöðin hefur sent frá sér tilkynningu þar „Sögurnar sem sagðar eru í Secrets of Playboy eru persónuleg upplifun þeirra sem tóku þátt í að gera þættina, og eiga skilið að fá að heyrast, sama hversu erfitt það getur verið fyrir suma að heyra. Nöfn skrifuð undir bréf, sögur af annari upplifun af Hefner eða menningunni innan Playboy, smætta ekki upplifun þeirra sem hafa stigið fram og deilt upplifun sinni og við hlökkum til að halda áfram að segja þessar sögu,“ segir í tilkynningunni.