Lögunum úr Söngvakeppninni 2022 á RÚV hefur verið lekið á síðuna euruvisionfun.com. Þar má lesa um lögin sem taka þátt og flytjendur. Hægt er að hlusta á lögin bæði í íslenskum og enskum útgáfum.
Fréttablaðið greindi fyrst frá.
Lögin verða kynnt á RÚV í kvöld, þar sem átti að frumflytja þau. Áður hafði viðburðinum verið frestað um viku í samráði við sóttvarnayfirvöld.
Lögum í Söngvakeppninni var einnig lekið á netið árið 2018 og sagðist RÚV þá ætla að gæta enn betur að leyndinni yfir lögunum og draga lærdóm af málinu.