Óskarsverðlaunahafi tekur þátt í Söngvakeppninni

Markéta Irglová vann verðlaunin árið 2008.
Markéta Irglová vann verðlaunin árið 2008. Ljósmynd/Markéta Irglová

Óskar­sverðlauna­haf­inn Markéta Irglová, sem búið hef­ur hér á landi síðan árið 2012, tekur þátt í Söngvakeppninni í ár. Hún vann Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir lagið Falling Slowly.

Þá vekur einnig athygli að söng- og leikkonan Sólborg Guðbrandsdóttir tekur þátt í keppninni. Hún vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir verkefnið Fávitar sem beitti sér gegn kyn­ferðisof­beldi. Sólborg hélt úti instagramsíðu fyrir verkefnið og var með tæp­lega 33.000 fylgj­end­ur.

Sólborg gengur undir listamannsnafninu Suncity. Hún keppir í Söngvakeppninni ásamt söngkonunni Sönnu.

Önnur þekkt nöfn úr íslenska tónlistarheiminum sem keppa í ár eru Haffi Haff, Reykjavíkurdætur og Stefanía Svavarsdóttir.

Lög­un­um úr Söngv­akeppn­inni var lekið á síðuna euru­visi­on­fun.com. Þar má lesa nánar um lög­in sem keppa og flytj­end­ur þeirra. Hægt er að hlusta á lög­in bæði í ís­lenskri og enskri út­gáf­u.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup