Rogan biðst afsökunar á að hafa notað rasísk orð

Hlaðvarpsstjórnandinn Joe Rogan.
Hlaðvarpsstjórnandinn Joe Rogan. AFP

Hlaðvarpsstjórnandinn Joe Rogan hefur beðist afsökunar á að hafa notað rasísk ummæli í þætti sínum.

Myndband af Rogan hefur farið um samfélagsmiðla þar sem hann notar N-orðið ítrekað.

Á vef BBC er greint frá því að Rogan biðst innilegar afsökunar og segir notkun sína á orðinu í gegnum tíðina vera sér til skammar. 

Þá biðst hann afsökunar á að látið rasísk ummæli falla um heimsókn hans í hverfi þar sem íbúar eru að mestu leyti svartir.

Ummæli tekin úr samhengi

Rogan sagðist hafa liðið afskaplega illa við að sjá myndbandið og að hann vildi að hann gæti tekið ummæli sín til baka.

„Ég vona að þetta kenni þeim sem vita ekki af því hversu dónalegt þetta orð getur verið er það kemur út úr munni hvíts manns,“ sagði Rogan á Instagram-síðu sinni.

Hann sagði þó að myndbandið tæki ýmis ummæli sem hann hefur látið falla úr samhengi.

Tæplega vika er síðan að Rogan hét því að reyna að gera bet­ur þegar kem­ur að um­fjöll­un um kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn í hlaðvarpi sínu.

View this post on Instagram

A post shared by Joe Rogan (@joerogan)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson