Tíu lög voru valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022 en lögin voru kynnt í kvöld á RÚV.
Fimm lög etja kappi í fyrri undanúrslitum laugardaginn 26. febrúar og fimm lög viku síðar í seinni undanúrslitum 5. mars.
Þau tvö lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort kvöld tryggja sér sæti í úrslitum.Því keppa fjögur lög til úrslita 12. mars og verður sigurlagið framlag Íslands til Eurovision.
Framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar getur þó sem fyrr bætt við einu lagi í úrslitin með því að draga fram svokallað „Wildcard“ eða „Eitt lag enn“ eins og það er kallað.
Kynnar keppninnar eru Björg Magnúsdóttir, Jón Jónsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Í tilkynningu segir að skemmtiatriði verða á öllum viðburðum og von er á erlendu Eurovision-atriði á úrslitakvöldinu sem tilkynnt verður um á næstu dögum.
Í ár fara allar keppnirnar fram í Söngvakeppnishöllinni, Kvikmyndaverinu Gufunesi og gefst fólki sem fyrr kostur á að vera á staðnum. Miðasalan verður auglýst fljótlega.
Fyrri undanúrslit 26. febrúar:
Don’t you know (íslenska útgáfan) Flytjendur: Amarosis Lag og texti: Már & Ísold
Ljósið Flytjandi: Stefán Óli Lag: Andri Þór Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson Texti: Stefán Hilmarsson
Gía Flytjandi: Haffi Haff Lag: Steinar Jónsson og Sigurður Ásgeir Árnason Texti: Hafsteinn Þór Guðjónsson og Sigurður Ásgeir Árnason
Hjartað mitt Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Lag: Halldór Gunnar Pálsson Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Með hækkandi sól Flytjendur: Sigga, Beta og Elín Lag og texti: Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
Seinni undanúrslit 5. mars:
Mögulegt Flytjandi: Markéta Irglová Lag: Markéta Irglová Texti: Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson
Hækkum í botn Flytjendur: SUNCITY & SANNA Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon Texti: Valgeir Magnússon og Davíð Guðbrandsson
Tökum af stað Flytjendur: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík) Lag og texti: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík)
Þaðan af Flytjandi: Katla Lag: Jóhannes Damian Patreksson, Kristinn Óli S. Haraldsson, Hafsteinn Þráinsson og Snorri Beck Texti: Kristinn Óli S. Haraldsson
Séns með þér Flytjendur: Hanna Mia and The Astrotourists Lag: Hanna Mia Brekkan & Sakaris Emil Joensen Texti: Nína Richter