Á ekki afturkvæmt

Leikkonan Kim Cattrall er hreinskilin.
Leikkonan Kim Cattrall er hreinskilin. AFP

Leikkonan Sarah Jessica Parker úr Beðmálum í borginni og framleiðandinn Michael Patrick King segja leikkonuna Kim Cattrall ekki eiga afturkvæmt í hlutverk Samönthu Jones í nýju viðtali við Variety. Cattrall leikur ekki í þáttunum And Just Like That... sem fjalla um vinkonurnar í New York. 

Parker og Cattrall áttu í opinberri deilu fyrir nokkrum árum og voru óhóflegar kröfur hennar sagðar hafa komið í veg fyrir að þriðja myndin af Beðmálum í borginni var gerð. Í nýju þáttunum hefur aðeins slitnað upp úr vinskap Samönthu og Carrie og Samantha flutt frá New York.

„Ef það væru til töfrar þá væri frábært að fá Samönthu,“ sagði handritshöfundurinn King. „Ég geri mér engar raunverulegar væntingar um að Kim Cattrall birtist aftur.“

Aðalleikkonan Parker var spurð út í hvort henni þætti í lagi að Cattrall myndi snúa aftur í hlutverk Samönthu aftur. „Ég held mér þætti það ekki vegna þess að hún hefur gert sína sögu of opinbera,“ sagði Parker. Leikkonan segist ekki lesa greinar en segir fólk ætti það til að segja henni frá. 

Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis eru bara …
Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis eru bara þrjár eftir. AFP

Cattrall var ekki boðið að vera með í þáttaröðinni eftir að hætt var við að gera myndina. Parker tekur þó fram að persónan og leikkonan Cattrall séu ekki sama manneskjan. „Samantha er ekki farin. Samantha er til staðar og ég held að það hafi verið höndlað með virðingu og vandvirkni.“

Sarah Jessica Parker á frumsýningu And Just Like That í …
Sarah Jessica Parker á frumsýningu And Just Like That í desember. Dimitrios Kambouris
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg