Ein merkasta söngkona Bollywood látin

Lata Mangeshkar árið 1999.
Lata Mangeshkar árið 1999. AFP

Bollywood-stjarnan Lata Mangeshkar, þekkt sem „Næturgalinn frá Indlandi“, er látin 92 ára gömul. Söngur hennar var notaður af leikkonum í yfir eitt þúsund kvikmyndum.

„Hjarta mitt er brostið en ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt og elskað þessa ótrúlegu sál,“ sagði Bollywood-leikarinn Anil Kapoor, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Slumdog Millionaire.


„Lata á stað í hjörtum okkar allra og enginn annar getur tekið það frá okkur. Það sýnir hversu gríðarleg áhrif hún hafði á líf okkar með tónlistinni sinni.“

Mangeshkar, sem samdi fjölda vinsælla laga, lést á sjúkrahúsi í borginni Mumbai eftir að hafa smitast af Covid-19.

Hún var áberandi söngkona í Bollywood í rúma hálfa öld og telja margir hana merkustu „playback“-söngkonu allra tíma innan indverska kvikmyndaiðnaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup