Bollywood-stjarnan Lata Mangeshkar, þekkt sem „Næturgalinn frá Indlandi“, er látin 92 ára gömul. Söngur hennar var notaður af leikkonum í yfir eitt þúsund kvikmyndum.
„Hjarta mitt er brostið en ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt og elskað þessa ótrúlegu sál,“ sagði Bollywood-leikarinn Anil Kapoor, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Slumdog Millionaire.
Breaking News: Lata Mangeshkar, a beloved Indian singer who enthralled generations of Bollywood audiences as the singing voice behind many stars’ performances, has died at 92. https://t.co/pb6uapdjhR
— The New York Times (@nytimes) February 6, 2022
„Lata á stað í hjörtum okkar allra og enginn annar getur tekið það frá okkur. Það sýnir hversu gríðarleg áhrif hún hafði á líf okkar með tónlistinni sinni.“
Mangeshkar, sem samdi fjölda vinsælla laga, lést á sjúkrahúsi í borginni Mumbai eftir að hafa smitast af Covid-19.
Hún var áberandi söngkona í Bollywood í rúma hálfa öld og telja margir hana merkustu „playback“-söngkonu allra tíma innan indverska kvikmyndaiðnaðarins.