Djammaði með strippurum í sambandsslitapartí

Vicki Gunvalson djammaði í Las Vegas.
Vicki Gunvalson djammaði í Las Vegas. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Vicki Gunvalson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera hætt með Steve Lodge. Raunar virðist hún svo ánægð með sambandsslitin að hún ákvað að halda upp á þau með heljarinnar veislu í Las Vegas í Bandaríkjunum. 

Gunvalson er hvað þekktust fyrir að vera í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Orange County. Hún og Lodge tilkynntu um sambandsslit sín í september á síðasta ári en þau höfðu verið trúlofuð í tvö ár og saman í fimm ár.

Samkvæmt heimildum Page Six var mikið stuð í sambandsslitaveislunni í Las Vegas og var Gunvalson stjarna veislunnar. Hélt hún upp á sambandsslitin á Larry Flynt's Hustler Club þar sem finna má flottustu karlkyns strippara borgarinnar. 

Eftir sambandsslitin í september opnaði Gunvalson sig um sambandið og sagði Lodge hafa haldið framhjá henni. Lodge neitaði ásökunum hennar en þremur vikum seinna tilkynnti hann um að hann væri þá þegar trúlofaður grunnskólakennaranum Janis Carlson. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney