Hafa gengið í gegnum mikið saman

Hilaria Baldwin og Alec Baldwin.
Hilaria Baldwin og Alec Baldwin. AFP

Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, hafa gengið í gegnum mikið saman. Frú Baldwin áréttaði það þegar hún birti mynd af þeim kyssast á Instagram-síðu sinni um helgina. 

„Við höfum gengið í gegnum mikið saman,“ skrifaði frú Baldwin sem stendur þétt við hlið eiginmann síns. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en leikarinn varð tökumanni að bana á tökustað í október. Baldw­in hélt á byss­unni, sem hlaðin var byssu­kúl­um, þegar voðaskotið hljóp úr byss­unni. Það hæfði töku­mann­inn Halynu Hutchins og lést hún af sár­um sín­um skömmu síðar. 

„Ég veit að þegar mér líður eins og guð hafi gleymt mér man ég að hann kom með þig inn í líf mitt. Það er stærsta gjöf sem ég hef fengið ásamt börnunum mínum,“ svaraði Baldwin eiginkonu sinni. Baldwin-hjónin eiga saman sex börn sem eru átta ára og yngri. Leikarinn á einnig hina 26 ára gömlu Ireland Baldwin með leikkonunni Kim Basinger. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir