Rogan verður á Spotify

Joe Rogan mun halda sæti sínu á Spotify.
Joe Rogan mun halda sæti sínu á Spotify. AFP

Daniel Ek, stjórnandi og forstjóri streymisveitunnar Spotify, segir að hlaðvarp Joe Rogans, muni áfram verða aðgengilegt á streymisveitunni. Hann segir fyrirtækið fordæma þá rasísku orðræðu sem Rogan hefur haft uppi og önnur ummæli hans, en að ekki standi til að fjarlægja hlaðvarpið af streymisveitunni. 

Þetta sagði Ek í bréfi sem Spotify sendi til starfsmanna og The Hollywood Reporter hefur undir höndum. 

Rogan baðst afsökunar um helgina, eftir að upptaka af honum nota rasísk orð fór aftur í dreifingu. Ummælin hafði hann í hlaðvarpinu sínu, The Joe Rogan Experience.

Ekki rétt að þagga niður í fólki

Í bréfi sínu til starfsmanna sagði Ek að það hafi verið ákvörðun Rogans sjálfs að fjarlægja fjölda eldri þátta af streymisveitunni, en fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því í dag að í það minnsta 100 eldri þættir væru ekki lengur aðgengilegir. 

„Á meðan ég fordæmi það sem Joe hefur sagt, þá vil ég að eitt sé alveg skýrt. Ég held að svarið sé ekki að þagga niður í Joe,“ sagði Ek í bréfinu. Hann sagði að fyrirtækið ætti að móta skýrar línur um efnistök og grípa til aðgerða ef farið verði yfir þær línur. En að aflýsa fólki sé varfarinn vegur. 

Daniel Ek, stofmandi og framkvæmdastjóri Spotify.
Daniel Ek, stofmandi og framkvæmdastjóri Spotify. AFP

Öll spjót hafa beinst að Rogan og Spotify undanfarnar vikur eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young fór fram á það við streymisveituna að öll tónlist hans yrði fjarlægð, ef þættir Rogans yrðu ekki fjarlægðir af veitunni. 11 milljónir hlusta að meðaltali á þætti Rogans og er hlaðvarpið eitt það vinsælasta í heiminum í dag. 

Young hóf baráttu sína upphaflega vegna efnistaka Rogans og sagði hann deila misvísandi upplýsingum um bólusetningar gegn kórónuveirunni og heimsfaraldurinn. Young hafði betur og er tónlist hans ekki lengur aðgengileg á veitunni. Þá hafa fleiri tónlistarmenn fylgt í kjölfarið, líkt og hin kanadíska Joni Mitchell. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup