Íslenska þáttaröðin, Venjulegt fólk, hefur slegið öll met í Sjónvarpi Símans Premium. Sjónvarpsstjóri Símans, Pálmi Guðmundsson, segir að 150.000 pantanir hafi borist fyrstu vikuna eftir frumsýningu en séu 1,5 milljón pantana frá upphafi.
„Það er einstaklega ánægjulegt að sjá Venjulegt fólk slá íslandsmet. Aldrei áður hefur leikin þáttaröð farið í fjórar þáttaraðir, þrjár þáttaraðir var það mesta til þessa. Í ofanálag er byrjað að skrifa fimmtu þáttaröðina af Venjulegu fólki og þá er í skoðun að gera sérstaka jólaþætti af Venjulegu fólki eins og tíðkast oft erlendis. Það er því margt í gangi hjá þessum góða hópi listafólks sem kemur að þáttunum.“ segir Pálmi.