Kallaði Kim kærustuna sína

Kim Kardashian West og Pete Davidson.
Kim Kardashian West og Pete Davidson. Samsett mynd

Grínistinn Pete Davidson kallaði athafnakonuna Kim Kardashian kærustu sína í viðtali við People í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem hann kallar hana kærustu sína opinberlega. Parið hefur aldrei talað um samband sitt opinberlega en mikið hefur verið fjallað um samband þeirra í fjölmiðlum. 

Davidson og Kardashian hafa verið að hittast síðan í október á síðasta ári, en þá var hún gestur í skemmtiþáttunum Saturday Night Live sem Davidson leikur í. Síðan þá hafa þau sést víðsvegar um Bandaríkin og farið í frí saman til Bahama. 

Í viðtalinu við People var Davidson spurður hvort með frægðinni hafi komið skemmtilegri lífstíll. Þá sagði að líf hans snerist að mestu um að mæta í tökur eða „ef ég er fríi, er ég bara að hanga með vinum mínum eða kærustunni minni heima. Þannig ég geri ekki mikið,“ sagði Davidson. 

Samband Davidson og Kardashian hefur vakið mikla athygli, en hún er þrettán árum eldri en hann. Hún er nýfráskilin og á fjögur börn, en Davidson hefur átt í misstuttum ástarsamböndum við fjölda frægra kvenna í Hollywood. 

Pete Davidson ásamt Kim Kardashian og fjölskyldumeðlimum hennar.
Pete Davidson ásamt Kim Kardashian og fjölskyldumeðlimum hennar. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney