Kemst Dýrið alla leið?

Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace og Björn Hlynur …
Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson. VALERY HACHE

Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar í hádeginu í dag, eða klukkan 13:18. Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er á stuttlistanum fyrir tilnefningarnar. 

Dýrið er í flokki alþjóðlegra kvikmynda en alls eru 15 myndir á stuttlistanum. Þær voru valdar úr þeim 92 kvikmyndum sem sendar voru inn til verðlaunanna.

Dýrið hefur átt góðu gengi að fagna, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Myndin sló met þegar hún varð fjölsóttasta íslenska kvikmyndin í bandarískum kvikmyndahúsum. Þá hefur hún fengið góða dóma í bæði bandarískum og breskum fjölmiðlum. 

Með aðal­hlut­verk í dýr­inu fara Noomi Rapace, Hilm­ir Snær Guðna­son og Björn Hlyn­ur Har­alds­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney