Kardashian opnar sig um skilnaðinn

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Athafnakonan Kim Kardashian segir að hún hafi ákveðið að fara frá eiginmanni sínum, fjöllistamanninum Kanye West, til að gera sjálfa sig hamingjusama. Hún hafi því ákveðið að velja sjálfa sig og setja sína hamingju í forgrunn. 

Kardashian prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Vogue í mars. „Ég reyndi að gera annað fólk hamingjusamt í langan tíma. Á síðustu tveimur árum hef ég meðvitað tekið þá ákvörðun að gera það sem gerir mig hamingjusama. Og það er mjög góð tilfinning. Jafnvel þó það hafi valdið breytingum og valdið skilnaðinum. Ég held það sé mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig og það sem gerir mann hamingjusaman. Ég valdi mig. Ég hjeld það sé í lagi að velja mig,“ sagði Kardashian í viðtalinu. 

Kardashian sótti um skilnað við West í febrúar á síðasta ári. Saman eiga þau fjögur börn og hefur skilnaðurinn ekki verið einfaldur. Þá hefur West gagnrýnt Kardashian harðlega í viðtölum undanfarnar vikur og grafið undan henni og hennar vinnu. 

Kardashian segist ætla að halda áfram að gera það sem gerir henni gott, borða hollan mat, hreyfa sig, skemmta sér meira, eyða meiri tíma með börnunum sínum og hitta fólk sem gerir hana hamingjusama. „Ég ætla að leggja símann minn til hliðar. Hætta að fylgjast með fólki á Instagram ef mig langar ekki að fylgjast með því,“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar