Margrét Þórhildur Danadrottning greindist með kórónuveiruna í gær, þriðjudag. Drottningin er með væg einkenni og hvílir sig nú í Amalíuborg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni í dag.
Drottningin átti að halda í vetrarfrí í dag, en því hefur nú verið aflýst vegna veikinda drottningarinnar.
Í Danmörku er kórónuveirufaraldurinn ekki lengur skilgreindur sem samfélagsleg ógn og hefur flestum takmörkunum verið aflétt þar í landi.