Plata Friðriks Dórs slegið í gegn

Platan Dætur eftir Friðrik Dór hefur slegið í gegn frá …
Platan Dætur eftir Friðrik Dór hefur slegið í gegn frá því hún kom út. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Það má með sanni segja að nýjasta plata Friðriks Dórs Jónssonar, Dætur, hafi slegið í gegn. Öll níu lögin á plötunni eru á íslenska topplistanum á Spotify um þessar mundir. Vermdu öll lögin toppsætin á listanum fyrsta sólarhringinn eftir að platan kom út hinn 28. janúar síðastliðinn. 

Lög plötunnar eru einnig öll á Tónlistanum sem nær til allrar spilunar á K100, Bylgjunni, FM957, X-ið 977 og Rás 2 auk spilunar á Spotify. Lagið Þú virðist ná hvað best til hlustenda en það er í efsta sæti Tónlistans. Í öðru sæti er Bleikur og blár, og í fjórða og fimmta sæti eru Örmagna og Týpan. 

Friðrik Dór fetar í fótspor íslensku tónlistarkonunnar Bríetar sem lék sama leik haustið 2020. Þá var plata hennar vermdi einnig toppsætin á íslenska vinsældarlistanum á Spotify skömmu eftir að platan kom út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren