Athygli vakti að tónlistarkonan Adele var með stæðilegan demantshring á baugfingri vinstri handar á bresku tónlistarverðlaununum sem afhent á þriðjudagskvöld. Nú hafa vaknað spurningar hvort tónlistarkonan sé trúlofuð umboðsmanninum Rich Paul.
Adele og Paul opinberuðu samband sitt í september á síðasta ári. Demantshringurinn er frá Lorraine Schwartz en Adele hefur ekki tjáð sig um hringinn.
Adele var útnefnd tónlistarmaður ársins á verðlaunahátíðinni og hlaut einnig verðlaun fyrir plötu sína, 30, og var lagið Easy On Me valið lag ársins.