Adele trúlofuð?

Stæðilegur demantshringur á baugfingri Adele vakti athygli.
Stæðilegur demantshringur á baugfingri Adele vakti athygli. AFP

Athygli vakti að tónlistarkonan Adele var með stæðilegan demantshring á baugfingri vinstri handar á bresku tónlistarverðlaununum sem afhent á þriðjudagskvöld. Nú hafa vaknað spurningar hvort tónlistarkonan sé trúlofuð umboðsmanninum Rich Paul. 

Adele og Paul opinberuðu samband sitt í september á síðasta ári. Demantshringurinn er frá Lorraine Schwartz en Adele hefur ekki tjáð sig um hringinn. 

Adele var útnefnd tónlistarmaður ársins á verðlaunahátíðinni og hlaut einnig verðlaun fyrir plötu sína, 30, og var lagið Easy On Me valið lag ársins. 

Adele fór heim með þrenn verðlaun.
Adele fór heim með þrenn verðlaun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar