Karl Bretaprins aftur með veiruna

Karl Bretaprins er með kórónuveiruna í annað sinn.
Karl Bretaprins er með kórónuveiruna í annað sinn. AFP

Karl Bretaprins hefur aftur greinst smitaður af kórónuveirunni. Clarence house greindi frá þessu í dag, en prinsinn er kominn í einangrun. 

Af þeim sökum getur hann ekki verið viðstaddur viðburði dagsins í Winchester. Karl greindist fyrst með veiruna í mars árið 2020. 

Karl og eiginkona hans Kamilla hertogaynja af Cornwall voru bæði gestir í Sandringham um liðna helgi þar sem fagnað var 70 ára drottningarafmæli móður hans, Elísabetar II Bretlandsdrottningar. 

Karl og Kamilla voru viðstödd athöfn á Breska safninu í gær, miðvikudag, og hittu þar fyrir fjölda fólks. 

Kórónuveiran herjar nú á konungsfólkið en í gær var greint frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning og Filippus Spánarkonungur hafi greinst með veiruna. Bæði eru þau með væg einkenni og í einangrun, líkt og breski kollegi þeirra Karl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney