Karl Bretaprins hefur aftur greinst smitaður af kórónuveirunni. Clarence house greindi frá þessu í dag, en prinsinn er kominn í einangrun.
Af þeim sökum getur hann ekki verið viðstaddur viðburði dagsins í Winchester. Karl greindist fyrst með veiruna í mars árið 2020.
Karl og eiginkona hans Kamilla hertogaynja af Cornwall voru bæði gestir í Sandringham um liðna helgi þar sem fagnað var 70 ára drottningarafmæli móður hans, Elísabetar II Bretlandsdrottningar.
Karl og Kamilla voru viðstödd athöfn á Breska safninu í gær, miðvikudag, og hittu þar fyrir fjölda fólks.
Kórónuveiran herjar nú á konungsfólkið en í gær var greint frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning og Filippus Spánarkonungur hafi greinst með veiruna. Bæði eru þau með væg einkenni og í einangrun, líkt og breski kollegi þeirra Karl.
This morning The Prince of Wales has tested positive for COVID-19 and is now self-isolating.
— The Prince of Wales and The Duchess of Cornwall (@ClarenceHouse) February 10, 2022
HRH is deeply disappointed not to be able to attend today's events in Winchester and will look to reschedule his visit as soon as possible.