Sótti um skilnað eftir brottreksturinn

Julia Haart sótti um skilnað á dögunum frá eiginmanni sínum.
Julia Haart sótti um skilnað á dögunum frá eiginmanni sínum. AFP

Tískumó­gúll­inn Ju­lia Haart hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, viðskiptamanninum Silvio Scaglia Haart. Raun­veru­leikaþætt­irn­ir My Un­ort­hodox Life á Netflix fjalla um Ju­liu Haart og rekst­ur henn­ar á Elite World Group sem Scaglia átti áður en hann kynnt­ist eig­in­konu sinni. 

Haart sótti um skilnaðinn á miðvikudaginn, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún var rekin úr starfi sínu hjá Elite World Group að því fram kemur á vef Page Six

Fréttir af uppsögn Haart birtust á viðskiptasíðu og um hádegi sótti hún um skilnað. „Þetta var ekki planið hennar þennan daginn. Það er allt brjálað á Elite,“ sagði heimildarmaður.

Annar heimildarmaður sagði að uppsögn Haart hafi komið henni á óvart. Hins vegar var hún ekki rétta manneskjan í starfið. „Fólk vinnur í marga áratugi til þess að verða forstjórar og hún hafði ekki gengt ábyrgðarfullu starfi þangað til hún fór að vinna fyrir La Perla.“ Lögmaður Haart sagði uppsögnina ólöglega. 

Hjónin hafa verið gift í næstum því þrjú ár en nú er komið að leiðarlokum. Hjón­in kynnt­ust þegar hún var list­rænn stjórn­andi hjá La Perla og hann for­stjóri. Hjón­in gengu í hjóna­band árið 2019 og tók Scaglia upp eft­ir­nafn henn­ar. Ju­lia Haart flúði úr sam­fé­lagi rétt­trúnaðargyðinga í New York árið 2012 vann sig upp í tísku­heim­in­um á mettíma eft­ir litla sem enga skóla­göngu. Hún varð meðeig­andi Elite World Group þegar þau giftu sig og tók við sem for­stjóri en Elite er ein þekkt­asta umboðsskrif­stofa í heimi.

View this post on Instagram

A post shared by Julia Haart (@juliahaart)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney