Varð ástfanginn af lofaðri konu

Liam Neeson.
Liam Neeson. AFP

Leikarinn Liam Neeson segist hafa orðið ástfanginn af lofaðri konu þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Blacklight í Ástralíu. Hann sagði ekki hver konan væri en hann heillaðist. 

Neeson er nú á ferðalagi að kynna kvikmyndina, sem eins og áður segir var tekin í Ástralíu. „Ég elskaði Melbourne, ég elskaði ástralska tökuliðið okkar. Hver deild var framúrskarandi á sinn eigin hátt, ef þið skiljið mig?“ sagði Neeson í viðtali við morgunþáttinn Sunrise í Ástralíu. 

„Þau voru með gott skopsyn. Ég eignaðist nokkra vini og varð ástfanginn einu sinni á meðan ég var þarna, en hún var lofuð,“ sagði Neeson.

Yfir fimm hundruð manns komu að tökunum í Ástralíu og um 550 manns voru aukaleikarar á setti.

Neeson ræddi ekki um hvort hann ætlaði að reyna að vinna hjarta konunnar  og þykir ólíklegt að hann muni tjá sig meira um málið. 

Leikarinn hefur haldið ástarlífi sínu frá fjölmiðlum undanfarin ár, en eiginkona hans Natasha Richardson, lést í skíðaslysi árið 2009. Þau voru gift frá 1994 til 2009 og eignuðust tvo syni saman, Micheál og Daniel sem eru 26 og 25 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney