Breska konungshöllin hefur ekki svarað spurningum fjölmiðla í Bretlandi um hvort Elísabet II Bretlandsdrottning sé með kórónuveiruna eða ekki. Sonur hennar, Karl Bretaprins, greindist með veiruna á þriðjudag, en þau hittust tveimur dögum áður en hann greindist.
Talið er að drottnngin sé þríbólusett og þurfi ekki að fara í sóttkví nema hún greinist með veiruna. Í tilkynningu frá höllinni segir að vel sé fylgst með heilsu henni og hún muni fara í skimun fyrir veiruna.
Þetta er í annað sinn sem Karl greinist með veiruna, en hann greindist í mars 2020. Hann er einnig þríbólusettur líkt og móðir hans.
Mörg hafa áhyggjur af heilsu Elísabetar drottningar sem verður 96 ára á þessu ári. Þó höllin vilji ekki gefa upp hvort hún sé smituð eða ekki var það gefið út að hún sýndi ekki einkenni.