Loksins skilin

Leikkonan Megan Fox og leikarinn Brian Austin Green eru ekki …
Leikkonan Megan Fox og leikarinn Brian Austin Green eru ekki lengur hjón. AFP

Hollywoodstjörnurnar Megan Fox og Brian Austin Green eru loksins skilin en tæp tvö ár eru síðan að Green staðfesti að hjónabandið væri búið. Fox og Green sem eiga þrjú börn saman eru bæði búin að finna ástina aftur. 

Hjónin fyrrverandi komust að samkomulagi um skilnaðinn í október en það var ekki fyrr en nýlega sem dómari skrifaði undir skilnaðarpappírana að því fram kemur á vef TMZ. Hjónin deila forræði yfir börnum sínum. 

Fox og Green gengu í hjónaband árið 2010 en Fox sótti um skilnað árið 2015. Þau hættu hins vegar við að skilja á sínum tíma og eignuðust eitt barn í viðbót. Leikkonan sótti aftur um skilnað í nóvember 2020 eftir að greint var frá sambandsslitunum. 

Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly trúlofuðu sig í síðasta mánuði. Green á hins vegar von á barni með kærustu sinni, sjónvarpsstjörnunni Shörnu Burgess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka