Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson treður upp á fjölskyldu- og tónlistarhátíðinni Kótelettunni í sumar. Hátíðin fer fram í 12. sinn helgina 8. til 9. júlí. Miðalasala hefst klukkan 18:00 í dag, föstudag.
Páll Óskar hefur komið fram á hátíðinni í öll þau 12 skipti sem hátíðin hefur verið haldin. Auk Páls Óskars verða á þriðja tug listamanna á hátíðinni. Dagskráin hefur aldrei verið stærri og veglegri að sögn Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.
Síðast seldist upp á hátíðina en forsala hefst á kotelettan.is í kvöld.