Snoop Dogg sakaður um kynferðisofbeldi í annað sinn

Snoop Dogg er sakaður um að hafa beitt dansara sínum …
Snoop Dogg er sakaður um að hafa beitt dansara sínum kynferðisofbeldi. Ljósmynd/AFP

Rapparinn Snoop Dogg hefur verið sakaður um að beita konu kynferðisofbeldi. Er þetta í annað sinn sem hann er sakaður um slíkt athæfi en árið 2005 lá hann undir sök fyrir samskonar ofbeldisbrot. 

Konan hefur lagt fram kæru á hendur rapparans en ofbeldið á að hafa átt sér stað árið 2013 þegar hún starfaði sem atvinnudansari á tónleikum hans. Samkvæmt málsgögnum starfaði konan mikið með Snoop Dogg á árum áður en hún á einnig feril að baki sem fyrirsæta og leikkona.   

Samkvæmt kærunni sem konan lagði fram er haft eftir henni að ofbeldið hafi átt sér stað í hljóðveri Snoop Doggs eftir tónleikahald hans í maí 2013. Konan segist hafa farið á salernið á einum tímapunkti og að Snoop Dogg hafi þá elt sig þangað inn. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka sem hana langaði alls ekki til að gera. Hún hafi þó látið það eftir honum þar sem hún þorði ekki öðru en að þóknast honum vegna valdaójafnvægis. Samkvæmt fréttamiðlinum People segist konan hafa óttast um líf sitt á þessum tímapunkti og sé hún enn að líða vítiskvalir vegna ofbeldisins. 

Snoop Dogg neitar þessum ásökunum og vill meina að einlægur ásetningur konunnar sé einungis sá að hafa af honum fjármuni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka