Vantar upp á hæfileikana í eldhúsinu

Feðgarnir Brooklyn og David Beckham.
Feðgarnir Brooklyn og David Beckham. AFP

Matreiðsluþættir Brooklyns Beckhams hafa vakið mikla athygli en ekki endilega fyrir matreiðslukunnáttu Beckhams. Fjölmiðlar ytra hafa tekið eftir því að af og til sést hann halda á sleif á meðan aðrir kokkar sjá raunverulega um að elda.

Í New York Post er því haldið fram að Beckham búi yfir litlum hæfileikum í eldhúsinu. Nýverið var sýndur þáttur þar sem Beckham sýndi hvernig ætti að búa til fiskibeyglu með hrásalati. Þessi átta mínútna langi þáttur kostaði yfir 100 þúsund dollara í framleiðslu og um 62 manns komu að gerð þáttanna. Þar á meðal var einn yfirmatreiðslumaður sem þurfti að samþykkja allar uppskriftirnar fyrirfram.

„Svo virðist sem það þurfi að sýna honum mjög einfalda hluti sem hann getur hermt eftir auk þess sem hann er með svindlblað hjá sér þar sem á stendur ýmis hugtök úr eldhúsinu eins og til dæmis „að þeyta saman“ og „forsjóða,“ herma heimildarmenn úr búðum Beckhams.

Þættirnir eru átta talsins og eru aðgengilegir á Facebook og Instagram. 

„Þetta á sér engin fordæmi, það mætti halda að verið væri að framleiða einhvern risa sjónvarpsþátt - umfangið er svo mikið.“

Á síðasta ári sagði Beckham í viðtali að hann væri tiltölulega nýbyrjaður að elda en hefði alltaf borðað mikið frá unga aldri. „Ég fór á kránna og borðaði marga mismunandi enska rétti, nánast á hverjum degi,“ sagði Beckham.

Aðspurður um skrítnasta matinn sem hann hefur smakkað sagði hann: „Ég fór til Tókýó og þar var fiskur sem var næstum eins og kolkrabbi á bragðið en var það samt ekki.“

Bent hefur verið á að það hafi alltaf verið vinsælt að para saman frægum einstaklingum og matreiðsluþáttum. Hins vegar má segja að frægðin hafi verið valin umfram hæfileika í þessu tilviki.

Brooklyn Beckham finnst gaman að elda en sýnir enga sérstaka …
Brooklyn Beckham finnst gaman að elda en sýnir enga sérstaka hæfileika segja gagnrýnendur. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka