Athafnakonan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson virðast sjaldan hafa verið hamingjusamari ef marka má orð fyrrverandi stjúpmóður Kardashian, Caitlyn Jenner. Segir Jenner þau hafa boðið henni í matarboð nýverið, en hún hefur þó ekki hitt Davidson.
„Kim virðist mjög hamingjusöm. Ég er búin að tala aðeins um þetta, þú veist, við fjölskylduna, en ég þarf að þegja samt,“ sagði Jenner í viðtali við Roman Kemp í Capital Breakfast.
„En ég var að tala við hana um daginn og sagði henni að ég væri nú ekki einu sinni búin að hitta hann, hann hafi ekki komið á neinn viðburð sem ég var á. Og hún sagði: „Guð minn góður, þú munt elska hann! Við verðum að halda matarboð“,“ sagði Jenner.
Kardashian og Davidson hafa smátt og smátt komið út úr skelinni með samband sitt, en þau sáust fyrst saman í október á síðasta ári. Í upphafi árs fóru þau saman í frí og nú í febrúar vísaði Davidson til Kardashian sem kærustu sinnar.