Go_A koma til Íslands

Go_A mætir í höllina 11. og 12. mars.
Go_A mætir í höllina 11. og 12. mars.

Úkraínska elektróbandið GO_A mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fer í Söngvakeppnishöllinni Gufunesi 12. mars. Sýnt verður beint frá keppninni á Ríkisútvarpinu.

Lagið Shum í flutningi Go_A hreppti 5. sætið í Eurovision í Rotterdam í fyrra og vakti sérstaka lukku meðal íslenskra áhorfenda sem gáfu laginu 8 stig í símakosningu. Árið 2020 komu norsku Eurovision-stjörnurnar úr Keiino fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar en síðastliðin ár hafa m.a. Eleni Foureira, Måns Zelmerlöw, Loreen og Sandra Kim glatt íslenska áhorfendur á sviðinu.

Áhorfendur á öllum viðburðum

Miðasala að hefjast Miðasala á Söngvakeppnina 2022 hefst miðvikudaginn 16. febrúar kl. 12.00 á Tix.is, en keppnin hefst laugardaginn 26. febrúar. Um er að ræða 4 viðburði og gefst áhorfendum kostur á að vera í salnum á þeim öllum.

Fyrri undanúrslitin fara fram hinn 26. febrúar. Þá verða fyrri fimm lögin leikin og hljómsveitin GusGus mun troða upp. Seinni undanúrslitin fara fram hinn 11. mars og verða þá seinni fimm lögin leikin og GDRN kemur fram.

Föstudaginn 11. mars verður generalprufa með áhorfendum. Þá koma Daði Freyr og Go_A fram. Úrslitakvöldið fer svo fram hinn 12. mars og munu Daði og Go_A koma fram.

Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir það mikið ánægjuefni að sóttvarnarreglur séu að rýmka. „Við hlökkum mikið til að fylla Gufunesið af fólki. Það hefur myndast gríðarleg stemmning á keppnum síðustu ára og það er ekki síst vegna þeirra sem mæta á staðinn og njóta með vinum og fjölskyldu,“ segir Rúnar Freyr, en nú lítur út fyrir að að minnsta kosti 1.000 manns geti komið saman á hverjum viðburði. Rúnar Freyr lofar mikilli skemmtun á staðnum.

„Á öllum viðburðunum hita þeir Gunni og Felix upp fyrir keppni, við verðum með skemmtiatriði og svo auðvitað keppnislögin sjálf. Þetta verður ótrúlega gaman
Úkraínska sveitin Go_A var stofnuð 2012 og samanstendur af þeim Kateryna Pavlenko, Taras Shevchenko, Ihor Didenchuck og Ivan Hryhoriak. Nafnið Go_A er samansett úr ensku og grísku og þýðir að fara aftur í upprunann eða upphafið, „Og“ er enska og þýðir fara og A kemur úr gríska stafrófinu og merki fyrsta stafinn „Alpha“ eða upphafið.

Sveitin átti að keppa í Eurovison keppninni 2020 með lagið Solovey en vegna Covid var keppninni frestað það ár. Sveitin var því fengin til verksins árið eftir og flutti lagið SHUM í keppninni í fyrra. Lagið hefur slegið rækilega í gegn en það hefur verið leikið yfir 50 milljón sinnum á Spotify og fengið 50 milljónir áhorfa á Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup