Líklegt að Karl flytji í höllina

Karl Bretaprins hefur áður þótt ólíklegur til þess að vilja …
Karl Bretaprins hefur áður þótt ólíklegur til þess að vilja flytja í Buckingham höll. AFP

Heimildir herma að Karl Bretaprins muni flytja inn í Buckingham höll þegar hann tekur við sem kóngur. Á síðustu árum hefur því verið haldið fram að kannski muni hann halda áfram að búa í Clarence House og nota Buckingham höll sem skrifstofu eða jafnvel breyta höllinni í safn og að engir konunglegir aðilar byggju þar.

Heimildarmenn segja nú hins vegar að Karl sé þeirrar skoðunar að höllin sé eitt sýnilegasta tákn konungdæmisins og því verði kóngurinn að hafa aðsetur þar. Mögulegt er að hann dvelji þar á virkum dögum.

Buckingham höllin hefur verið aðal heimili þjóðhöfðingjans frá valdatímabili Viktoríu drottningar árið 1837. Nú standa yfir umtalsverðar umbætur á höllinni þar sem verið er að skipta um rafmagn og pípulagnir en það hefur ekki verið gert síðan um 1950. Ljóst var að þörf væri á umbótum þegar múrsteinn hæfði næstum Önnu prinsessu þegar hún var á leið í höllina. Þá hefur starfsfólk þurft að hlaupa um höllina með fötur þegar veður var vont. Þá var þar mikill gegnumtrekkur en þar sem drottningin er alin upp á tíma þegar kynding var dýr þá hefur hún leyst málin með að hvetja fólk til þess að fara í peysur. Talið er að framkvæmdir verði búnar árið 2027. 

Margir hafa haldið því fram að Karl Bretaprins líki illa við að dvelja í höllinni þar sem honum finnst hún of stór og ópersónuleg. Honum líði betur í Clarence House sem er skammt frá en hann erfði húsið frá drottningarmóðurinni. Hefði Karl ákveðið að búa þar áfram væri hann fyrsti þjóðhöfðinginn sem byggi ekki í Buckingham höll síðan Vilhjálmur IV var við völd, frá 1830 til 1837.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka