Rangur þáttur af Hljómskálanum fór í loftið á Ríkisútvarpinu nú í kvöld. Þáttur síðustu viku fór í loftið og var beðist velvirðingar á því í tilkynningu á skjánum.
Mistökin virðast ekki hafa farið vel í áhorfendurn ef marka má Twitter. Þá kölluðu einhverjir eftir því að nýjasti þátturinn af Verbúðinni færi fyrr í loftið vegna mistakanna. Lokaþáttur seríunnar, sem slegið hefur í gegn undanfarnar vikur er á dagskrá í kvöld og greinilegt að landsmenn sitja spenntir við viðtækin.
Bíddu, sami þáttur af Hljómskálanum og í síðustu viku... Sleppa þessu bara og setja #verbúðin af stað, biðin er óbærileg.
— Björn Teitsson (@bjornteits) February 13, 2022
Af hverju er @RUVohf að endursýna Hljómskálann frá því um síðustu helgi? @StefanEiriks
— Ásdís (@asdiso) February 13, 2022
Hver ber ábyrgð á því að ég er að horfa á sama Hljómskálaþáttinn annan sunnudaginn í röð? Þetta er ekki í lagi. Gefðu þig fram.
— Gissari (@GissurAri) February 13, 2022
Er það bara ég sem orðin kúkú eða er verið að sýna sama þátt af Hljómskálanum og í síðustu viku? Hvað segja aðrir aðdáendur #verbúðin ?
— Vaka Ýr Sævarsdóttir (@VakaYr) February 13, 2022