Frances Bean Cobain, dóttir tónlistarfólksins Courtney Love og Kurts Cobains heitins, er komin með kærasta. Kærastinn, sem heitir Riley Hawk, á líka frægan pabba, en faðir hans er hjólabrettakappinn Toney Hawk.
Parið opinberaði samband sitt í byrjun árs en þau eru jafn gömul, bæði 29 ára. Cobain birti myndaseríu í byrjun ársins þar sem meðal annars mátti sjá í Hawk með lítinn hund í fanginu. Page Six greinir nú frá því að þau séu í sambandi.
Frances var áður gift Isaiah Silva, en þau skildu eftir tveggja ára hjónaband árið 2016.