Rapparinn Snoop Dogg og söngkonan Kelly Clarkson verða kynnar Bandarísku söngvakeppninnar sem fer fram í fyrsta skipti á þessu ári. Söngvakeppnin byggir á Eurovision söngvakeppninnin og munu öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna, Washington DC og fimm yfirráðasvæði Bandaríkjanna senda lög í keppnina.
Keppninni verður skipt upp í átta þætti og fer sá fyrsti í loftið hinn 21. mars. Lokakeppnin fer svo fram hinn 9. maí næstkomandi.
Í tilkynningu sagðist Dogg vera gríðarlega spenntur að kynna keppnina ásamt „litlu systur sinni“ sem einnig væri þekkt sem „ungfrú Texas“. Clarkson sagðist alltaf hafa verið mikill aðdáandi Eurovison og að hún hlakkaði til að kynna keppnina vestanhafs.
Clarkson var fyrst til þess að vinna Ameríska Idolið á sínum tíma árið 2002.