Sýnishorn úr þáttum byggðum á Hringadróttinssögu fór í loftið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Þetta er fyrsta sýnishornið af þáttunum sem eru nú í bígerð hjá streymisveitunni Amazon Prime Video. Þykir sýnishornið lofa góðu fyrir þættina.
Þættirnir, sem bera titlinn Hringadróttinssaga: Kraftur hringanna, gerast þúsund árum áður en hin gamalkunna Hringadróttinssaga, sem byggð er á bókum J.R.R. Tolkiens frá 1954 og 19955, gerist og sýnir Miðgarð Tolkiens í öllu sínu veldi.
Hringadróttinssögu kannast mörg við, en kvikmyndir Peters Jacksons, hafa átt góðu gengi að fagna allt frá því sú fyrsta kom út árið 2001. Gerði Jackson eina upp úr hverju bindi af sögunni, Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim. Árið 2012 kom svo út fyrsta kvikmyndin af þremur upp úr bókinni Hobbitanum.
Í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs hefur sýnishornið verið lofað en í því má sjá ýmsar kynjaverur á borð við forfeður hobbitanna.
Þáttaröðin er eins ú dýrasta sem nokkurn tíman hefur verið framleidd og hefur streymisveitan varið í það minnsta 465 milljónum bandaríkjadala í fyrstu seríuna.
Spenntir aðdaéndur Hringadróttinssögu þurfa þó að bíða talsvert lengi eftir að fyrsta serían fari í loftið, því ekki er áætlað að hún verði sýnd fyrr en 2. september á þessu ári.