Í tilefni af áttunda og síðasta þætti Verbúðarinnar, sem sýndur var á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi, var fólk hvatt til að birta myndir af sér síðan á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þjóðin hefur ekki látið á standa og birt fjölda myndir af sér.
Þar á meðal var Eliza Reid forsetafrú, sem birti gamla mynd af sér, og einnig af eiginmanni sínum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
Parísardama, au pair “84 #áttan #Verbuðin pic.twitter.com/p07Fjos9fC
— Helga Braga Jons (@HelgaJonsdott) February 13, 2022
Myndir af mér úr áttunni eru vissulega af barni en á sama tíma mjög viðeigandi upp á tilefnið. Hér er ég að taka stímið á gamla Kára og svo á djamminu í landlegunni. #Verbuðin pic.twitter.com/NmZFJlMh1b
— Bragi Páll (@BragiPall) February 14, 2022
Við Brynja systir fórum kannski ekki á vertíð á níunda áratugnum en við reyndum að draga björg í bú með því að tína ber.#verbúðin pic.twitter.com/HUeu4KaonM
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) February 13, 2022